Nýjust fréttir
Breytingar á lokapottum fyrir Bjólfur XIV

Í gegnum árum höfum við tekið helminginn af innkaupagjaldi (buy-in) og sett í mótaröð (3 kvöld) og hins vegar í meistara/bústaðapott. Síðarnefndi potturinn var hugsaður fyrir meistaragjafir og sérstök bústaðamót en hefur yfirleitt verið nýtt til að hjálpa til með gjöld við bústaðinn og aldrei skilað sínum tilgangi.
Þannig að nú verður breyting á því að þessi pottur er lagður niður. Engin breyting er á innkaupagjaldi, það er enn 2.000,-, og helmingur þess fer nú allur í mótaröðina þ.s. þrír efstu menn hverrar mótaraðar (þriggja móta) fá verðlaun skv. upplýsingum um mótaraðir (lokapott) hefur verið uppfærð m.t.t. þessarar breytingar.
Þessar breytingar auðvelda utanumhald (að þurfa ekki að halda utan um tvo hluta) sem og að verðlauna þá sem standa sig vel á mótaröð, en oftar en ekki ná menn ekki neinum verðlaunum á neinu kvöldi en landa samt skerfi af mótaröðinni.
Read MoreBjólfur XIII – Tímabilið 2022-2023

Tímabilinu 2022-2023 lauk með góðri bústaðaferð og lokamóti í byrjun maí þar sem þrettánda starfsári Bjólfs var fagnað í góðra vina hóp og smá tölfræði fyrir mótaröðina fylgir hér á eftir.
Read MoreBjólfur XIII – 9. kvöldið (bústaður)

Þá var komið að því…tólfti bústaðurinn (þar sem 2020 datt uppfyrir) og mikil spenna í mönnum fyrir helginni sem og spili.
Read MoreStaðan í keppnum fyrir síðasta spil
Það er ágætt að fara aðeins yfir hver staðan er í keppnunum fyrir síðasta spilið okkar á 2022-2023 tímaabilinu (og það er eitthvað ákveðið þema í gangi 😀 ):
Bjólfsmeistaratitillinn
Fyrir síðasta mót voru 3 jafnir en það breyttist og eru nú 5 (sem hafa mætt á öll mót) eftir í baráttuni
- 126 stig – Bótarinn
- 125 stig – Spaða Ásinn
- 122 stig – Kapteininn
- 119 stig – Lucky
- 119 stig – Mikkalingurinn
Bótarinn náði stigi á Ásinn síðast og spurning hvort það verði einn af “gömlu” meisturunum sem endi aftur á toppnum eða nýr maður sem hampar titilinum og kemst á Bjólfsmeistarasíðuna.
Mótaröðin
Staðan í mótaröðinni er sem segir (fyrir þá sem eru með meira en 20 stig fyrir bústaðin):
- 35 stig – Bótarinn
- 34 stig – Lucky
- 31 stig – Massinn
- 30 stig – Mikkalingurinn
- 30 stig – Timbrið
- 28 stig – Kapteininn
- 27 stig – Ásinn
- 27 stig – Bensi
Bjórinn
Staðan er æsispennandi um hver hreppir Bjórguðinn 2023 en þó að Bótarinn sé með forystuna þá eru það “bara” 2 stig og fræðilega getur hver sem er unnið keppnina…menn hafa tekið titilinn með 3 stig…og spurning hvernig þessi keppni endar.
- 2 stig – Bótarinn
- 1 stig – Lucky
- 1 stig – Massinn
- 1 stig – Ásinn
- 1 stig – Killerinn
- 1 stig – Robocop
Einnig gott að minna menn á að ef þeir hafa ekki gert upp við núverandi Bjórguð þá um að gera að nýta tækifærið í bústaðnum.
Hægt að sjá nánari upplýsingar um tölfræði mótsins á Bjólfsmeistarinn 2023
Read More
❤️😘