Bjólfskviða
Atvinnulausir aumingjar berjast (Bjólfur XVI.2)
Bjólfsbræður í október 2025 Annað mótið á XVI var hjá Mikkalingnum í gær og var þetta í fimmta skiptið sem við sækjum hann heim. Með því er hann í fimmta sæti yfir flest heimboð og tók frammúr Ásnum, Robocop og Hr. Huginn sem eru með fjögur heimboð. Einhverjir afboðuðu sig á seinustu stundu og enduðum við því 7 og allir komust því beint á lokaborðið 😉 Bjórguðinn var ekki á staðnum svo enginn færði neinar fórnir og (kannski þess vegna?) komu engin bjórstig allt kvöldið. Spilið Iðnaðarmaðurinn náði ekki að halda sama dampi og frá fyrsta móti og...
read moreSpilapeningum skipt út…það má gefa ;)
Þegar við skiptum út smærri peningum fyrir stærri þá detta þeir dauðir sem ná ekki uppí næsta spilapening…en það er ekkert sem segir að ekki megi gefa þá áður en þeim er skipt út. Þannig að peningar megi renna milli manna – ekki aðeins í gegnum potta, heldur líka með smá ást. Hugmyndin er einföld: stundum situr einhver með smáa peninga rétt undir lágmarkinu sem þarf til að fá stærri pening. Þá má félagi við borðið rétta yfir smáa gjöf – ekki sem lána, heldur sem kærleiksríkan stuðning. Þetta er táknræn athöfn, sem minnir okkur á að spil...
read moreBlindralotur endurskoðaðar
Nú hafa blindralotur verið endurskoðaðar og uppfærðar í fjórða skiptið frá upphafi. Blindraloturnar í gegnum árin Ein af fyrstu skrásetningum á regulunum eru tillögur af breytingum frá maí 2012 og voru þá blindraloturnar skilgreindar án hléa eða útskiptingu spilapeninga. 2013 er lotunum breytt og skýrðar betur með hléum, útskiptingum og gilditíma bjórstiga og var þetta fyrirkomulag við gildi næstu 10 árin. Þá hafði nokkru sinnum komið fyrir að mótin urðu full löng og spilað langt fram yfir miðnætti, sérstaklega á fjölmennum Boðsmótum, og...
read moreIðnaðarmaðurinn heitur á heimavellinum (Bjólfur XVI.1)
Það vour 15 Bjólfsbræður sem hittust á upphafsmótinu á Bjólfur XVI hjá Iðnaðarmanninum í gær. Líklega aldrei verið svona fjölmennt á fyrsta móti og munaði litlu að við værum á þremur borðum og ekki ólíklegt að það muni gerst miðað við góða byrjun í mætingunni. Með þessu heimboði var Iðnaðarmaðurinn að bjóða heim í 30. skiptið og ekki að ástæðulausu að hann er oft líka kallaður Gestgjafinn…enda löngu búinn að tryggja sér þá nafnbót í gegnum árin þar sem hann ávallt greifi heim að sækja og allir fara sáttir…meira að segja þeir sem...
read moreNú er bara að bíða eftir kvöldinu…
Gestgjafinn í góðum gír í heimboði við upphaf Bjólfs IV Nú er allt að verða tilbúið. Spilin eru blönduð í huganum, bjórinn kólnar í kælinum og allir biðla til bjólfsvættana að passa uppá þá á nýju tímabili. Það er föstudagsmorgun og menn eru jafnvel misvel upplagði og sumir leggja sig bara fram að hádegi til að spara orkuna fyrir kvöldið. Á meðan biðin stendur yfir er aðeins eitt að gera: láta tónlistina tala. Því enginn söngur fangar andann betur en klassíska línan: „Ég bíð eftir kvöldinu.“ 🎶 Þeir sem ekki geta beðið geta annaðhvort stillt á...
read moreHversu vel þekkir þú Bjólf?
Frá Bjólfi II.3 þegar Robocop bauð heim og Stofnandinn fékk Séð og Heyrt í heimsókn Einn dagur til stefnu og til að nýta tímann er ekkert betra að gera en að skella sér í smá spurningaleik…og við kynnum Hversu vel þekkir þú Bjólf?. “Laufléttur” spurningaleikur samanstendur af 10 almennum spurningum um Bjólf þannig að allir sem lesa síðuna og þekkja til ættu að geta massað 😉 eða hvað? Nú er bara að láta á reyna og spila Hversu vel þekkir þú Bjólf? og sjá hvað mörgum stigum þú nærð? Spila Síðan er alltaf hægt að spila aftur ef...
read moreFleygar setningar og hvað mun fljúga á komandi tímabilil?
Mynd frá síðasta Boðsmóti með uppskálduðum fleygum setningum sem gætu flogið á komandi tímabili Nú þegar nýtt tímabil er að hefjast munu nýjar fleygar setningar óhjákvæmilega fljúga yfir spilaborðinu. Þær eru hvorki reglur né tilskipanir – heldur speglar þess sem raunverulega gerist þegar spilin eru gefin og við sökkvum okkur ofan í félagsskapinn á föstudagskvöldum. Þessar setningar eru jafnvel meira en orð – þær eru tákn, mögulegir spádómar sem gætu orðið leiðarljós á nýju skeiði Bjólfs. Sagðar í gríni eða með þungum alvörutóni fylla þær...
read moreMótsmetið hækkaði í 59 á síðasta tímabili 💪
Lucky á góðri stund á Bjólfur XV Það fékk ekki að standa lengi metið sem Mikkalingurinn setti í annarri mótaröð XV þegar hann náði 57 stigum og sló þar með gamalt stigamet. Í þriðju mótaröðinni steig Lucky fram og var nánast óstöðvandi – hann tók tvo sigra og það var aðeins Lomminn sem náði að stoppa hann af á síðasta mótinu í bústaðnum. Með því hindraði hann Lucky í að taka fullkomið mót, en þó ekki í að setja nýtt met. 59 stig er því nýtt og glæsilegt mótsmet í Bjólf, og eins og sagan hefur sýnt okkur: met eru til þess að slá. Þau endast...
read moreXV. Bjórguðinn 🍻
Kapteinninn hæstánægður með eitt af sínum bjórstigum á síðasta tímabili Kapteinn kom, sá og sigraði bjórinn í fyrra með því að landa bjórstigi á lokamótinu og stinga aðra af með einu einasta stigi. Þar með jafnaði hann metið í Bjórguðunum með því að taka titilinn í fjórða sinn og stíga upp að hlið Lucky og Timbrsins. En Kapteininn hefur það fram yfir þá að hafa aldrei deilt sínum vinningum með neinum – hann hefur ávallt setið einn á stóli Bjórguðsins og notið bæði guðatitilsins og allra þeirra bjórfórna sem aðrir hafa verið skyldugir að færa....
read moreNýtt tímabil – ný tækifæri? 🔥
Ljósmynd frá afmælismóti Bjólfs 2012 Kæru félagar, nú er komið að því að eftir viku hefst 16. tímabil í sögu Bjólfs eða BJÓLFUR XVI, og fyrsta mótið fer fram föstudaginn 5. september hjá Iðnaðarmanninum og auðvitað byrjum við tímabilið hjá Gestgjafanum…það var reyndar rafmót 2020 þegar að Covid var í gangi og síðan XIII (2022) er í eina skiptið sem við byrjuðum ekki hjá Iðnaðarmanninum þegar hann þurfi að afturkalla heimboðið á fyrsta kvöld og Mikkalingurinn hljóp undir bagga og er því eini annar sem hefur haldið fyrsta mót. Fyrir...
read more
https://t.me/s/Online_1_xbet/576