Bjólfskviða
Bjólfur OPEN 2021
Frá gömlu OPEN móti Styrktarmótið í ár var haldið á netinu í samstarfi við Coolbet.com sem lagði til styrk til Ísólfs (Björgunarsveitar Seyðisfjarðar) vegna skriðanna sem féllu í lok síðasta árs. Vel yfir hundrað manns sem mættu á mótið og endurinnkaup voru yfir 50 talsins. Verðlaunafé var yfir 500þ sem skiptist á milli efstu 27 spilara og sigursætið tók yfir 100þ og ánægjulegt að segja frá að endaði sú upphæð sem Coolbet lagði til Ísólfs rétt undir 300þ krónum. Meira um mótið hjá...
read moreSíðasta mót 2020
12 Bjólfsbræður mættu til leiks í síðasta móti ársins sem er síðasta mót ársins og við höldum upp sóttvörnum og spilum rafrænt. Massinn átti reyndar í mestu erfiðleikum að skrá sig enn…enda enn að reyna að spila á Spánartíma. Röðin Massinn kom síðastur og fór fyrstur út þegar klukkan sló 22 Hobbitinn fór all inn…en tíminn rann út og hann gat ekki keypt sig inn aftur …”Djöfulsins drasl” Uppúr hálf 11 yfirgaf Lomminn spilið og sameinað í lokaborð Rétt fyrir 11 fór Robocop út Hr. Huginn næstur út korter yfir 11...
read moreJólabjólfsgjöfin 2020
Stjórnin átti stórleik í gær þegar Formaðurinn fór færandi hendi um bæinn og afhenti óvæntan glaðning…margir voru hissa og vissu jafnvel ekkert hvaða jólasveinn væri á ferðinni…flestir náðu þá að komast að því eftir að hafa fengið vísbendingu að hann væri með Bjólfshúfu =) Frábært framtak frá stjórninni og góð upphitun fyrir föstudagskvöldið =)
read more6.11 og fyrsta mótaröðin var rafræn
10 menn hittust á netinu í lokakvöldinu í fyrstu mótaröðinni…þannig að fyrsta mótaröðin var öll tekin á netinu og ekkert útlit fyrir en að við verðum áfram þar á næstunni þó svo að menn séu farnir að plangera að hittast IRL í desember. Bjórstigin voru frekar róleg í kvöld og bara Bósi og Lucky sem nældu sér í stig. Bósi því með góða forystu með 4 stig og næstu menn með 2. Spilið Mikkalingurinn byrjaði að leggja í lokapottinn og eftir 45m var hann eini sem var búinn að kaupa sig aftur inn…tvisvar…eftir að hafa fengið 7-2 og...
read moreTímabilið 20-21 heldur áfram á netinu
Bjólfsmenn í netspjalli (okt. 2020) Til að halda áfram að fylgja tilmælum og gera okkar til að halda öllum öruggum þá tókum við annað mótið líka á netinu. 12 mættu til leiks í spjallið á netinu og 13 til leiks í spil…miklar umræður sköpuðust í kringum af hverju Massinn var ekki í mynd…hvort hann væri órakaður eða sofandi…en þá mætti kallinn í mynd =) Punktar í (einhverskonar) tímaröð Lucky byrjaði á að kaupa sig inn fyrstu 4 spilin eins og vaninn er á rafmótunum hjá honum og fleirum sem eru fljótir að henda út chippunum og...
read moreTímabilið 20-21 er hafið
Bjófsbræður á netspjalli Það voru 10 Bjólfsbræður sem hófu 2020-2021 tímabilið en fyrsta mótið var tekið rafrænt til að halda öllum öruggum. Hr. Huginn mætti á sitt fyrsta mót og ánægjulegt að fá nýja menn inn og við vonumst eftir að geta hitt hann og aðra sem fyrst. Bjórstigin Það var mikið um bjórstig og Mikkalingurinn byrjaði á að næla sér í fyrsta bjórstigið og halda áfram sigurgöngunni í 7-2 þegar hann tók út afmælishöndina sína hjá Lucky (3-5). Massinn fylgdi fast á eftir og náði sér í bjórstig…Bennsi mætti með 7-2…klárt að...
read morePubQuiz
Spaða Ásinn stjórnaði PubQuiz í gær eftir aðalfund við mikla ánægju viðstaddra. Tónlist, fótbolti, alþjóðaflugvellir og Bjólfsfærði voru meðal þess sem við fengum að spreyta okkur á og voru það Fráfarandi og Verðandi (formenn) sem rétt mörðu sigur með hálfu stigi meira en næsta par. Held að eitt besta svar kvöldsins hafi verið “Usually evulotion I og II” sem vakti hrikalega kátínu fyrir þá sem voru á staðnum 😉 Spaða Ásinn á miklar þakkir skyldar fyrir þessa skemmtun og fer að verða spurning hvort við förum ekki að halda formlega...
read moreBjólfsmeistarinn 2020 og lokamótið
Það var nokkur spenna fyrir lokamótið í gær þar sem Lucky leiddi með 4 stigum. Mikkalingurinn var búinn að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst af móti og átti möguleika á að ná í toppsætið ef Lucky myndi detta snemma út. Bótarinn var svo einu stigi á eftir Mikkalingnum og því kunnuglegir menn að berjast um nafnbótina…enda þeir sem mæta einna best 😉 Þegar að bæði Mikkalingurinn og Bótarinn duttu út á undan Lucky var ljóst að hann var að fá nafnbótina í enn eitt skiptið og rauða bolinn sem fylgir. Lokamótið Nágranninn tók sigur annað...
read moreBjórmeistarinn 2020
Mikkalingurinn var nánast búinn að vinna 7-2 keppnina og bjórinn fyrir lokamótið. Hann endaði með 6 stig sem var tvöfalt á við næstu menn sem áttu litla von. Með þessu jafnaði hann metið sem Iðnaðarmaðurinn setti 2017 og hafa þeir því báðir náð að hala inn flestum stigum á einu tímabili. Kapteininn fékk einhverja bjóra í gær og þó svo að eitthvað bókhald sé um þetta í Bókhaldinu þá er innheimta á höndum Bjórmeistara. Þannig að á næsta tímabili gefa allir Mikkalingnum og hann sér um innheimtur um utanumhald...
read moreVarningurinn 2020
Í ár fengu menn nýjar derhúfur með fjallaletraloginu þar sem það eru komin þónokkur ár síðan við fengum húfur. Í þetta skiptið það saumað á þannig að merkið er til sporað ef við förum í að merkja annað með því (einnig er gamla líka til sporað sem saumað var á handklæðin). Bolurinn var heimfærð útfærsla af Carlsberg með áletruninni “Ég er Bjólfari” sem Lomminn kom með hugmynd að síðasta sumar á góðu skralli og rétt mundi eftir að koma því áleiðis =) Hugmyndir eru svo um að setja upp netverslun með varning fyrir þá Bjólfsmenn sem...
read more
❤️😘