Fyrsta heimamótið hjá Hr. Huginn

Það var föngulegur hópur sem mætti í nýjan leikvöll hjá Hr. Huginn þar sem menn voru í góðu yfirlæti hjá nýliðanum.
Bjórstig
Hr. Huginn og Kapteininn nældu sér í sitt hvort bjórstigið. Með því jafnar Kapteininn Bósa í Bjórmeistarakeppninni með 4 stig.
Hr. Huginn er þá með þremur öðrum með 2 stig og spurning hvort menn náði að safna sér inn stigum og stela titlum á næstu kvöldum.
Spilið
Það var spilað á tvemur borðum, bláa og rauða, og fyrsti maður út var Pusi…spurning hvort hann sé að fá nægilega pókeræfingu fyrir norðan =)
Mikkalingurinn fylgdi á eftir og gestgjafinn Hr. Huginn í framhaldinu og var þá sameinað á lokaborðið.

Killerinn var næstur til að standa upp og Kapteininn fylgdi á eftir.
Timbrið var með Þúsarann á sér eftir sigur á síðasta móti og varð að játa sig sigraðan gegn Lucky.
Nágranninn var á þessum tímapunkti búinn að vera að hanga á 500 kalli og orðin spurning hvað hann myndi gera úr honum…hvort þetta myndi enda sem einhver geggjuð endurkoma og hann væri jafnvel að fara að vera kallaður 500kallinn héðan í frá…hann endaði samt með að tapa þessum eina spilapening og vera næsti maður frá borðinu.
Iðnaðarmaðurinn var næstur frá borði og tók bubble sætið. Hann þurfti að játa sig sigraðan gegn fjórum kellingum hjá Bennsa og í annað skiptið sem ferna fór illa með hann í kvöld
Lokarimman
Þá voru þrír eftir, Massinn, Bennsi og Lucky. Massinn var búinn að vera að hanga aðeins síðustu spil en endaði allur inni í fyrsta spilinu í þriggja manna spilinu…og hinir sáu.
Í borð kom 3♦6♦7♥ og Bensi og Lucky fór að veðja í hliðarpott og Q♠ kom á turn og 5♣ á river. Bennsi fór allur inn með 4♦3♥ með röð frá þrist uppí sjöu en á eftir honum var Lucky með 4♠8♣ og röð sem náði uppí átta og því var kvöldinu skyndilega lokið með sigri hjá Lucky á kvöldinu.

Bótarinn og Bósi mættu ekki þrátt fyrir að hafa verið að leiða mótaröðina, þannig að Lucky, Nágranninn og Kapteininn náðu að skríða uppfyrir Mikkalinginn sem hafði 3 stig í forskot á Lucky sem tók mótaröðina.

Bjólfsmeistarinn 2021
Staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er æsispennandi eftir úrslit gærkvöldins þ.s. Mikkalingurinn var einstaklega góður á afmælisdaginn sinn og leyfði Lucky og Kapteininum að saxa aðeins á forskotið.
Mikkalingurinn hefur nú 3 stig á hina…þannig að það getur allt gerst þegar 3 kvöld eru eftir og mjótt á munum. Hægt að skoða meira stöðuna og þróunina á Bjólfsmeistarinn 2021.
Næsti staður…næsta spil
Ekki var þar sem öll sagan sögð því eftir frekar snöggan endi á spilinu fóru einhverjir að ræða um að taka annað spil…og einhvernvegin fór umræðan í að menn vildu komast í bjórdæluna hjá Lucky og enduðu því fimm fræknir á því að fá far þangað þar sem spilað var fram á nótt.
Þar var mikið skeggrætt og óhætt að segja að fókusinn hafi ekki verið allan tíman á spilinu…jafnvel sögulegir viðburðir og áhugaverðar heimferðir =)
Lesa meiraFyrsta heimamót í 250 daga

Það voru glaðir bræður sem hittust aftur eftir hátt í ár af fjarspilum fyrir utan eitt lokamót í maí.
Bjórinn
Einhverjir gerðu upp bjórinn sinn…frá því í fyrra og jafnvel nokkur ár aftur líka 😉 og sumir sýndu hvað í sér býr og gerðu upp bjórinn sinn þó þeir væru nýjir og skuluðu ekki neitt…Hr. Huginn alveg að stimpla sig inn með að smella kippu á Mikkalinginn =)
Fyrsta (heima)mótið var (að vanda) haldið hjá Iðnaðarmanninum og það eru alltaf allir í góðu yfirlæti hjá honum. Afmæliskaka fyrir Nágrannann sem átti afmæli daginn áður sem og kaka með okkur á rafmóti auk allra annara veitinga sem hann bauð uppá.
Engin bjórstig fengust á kvöldinu og staðan óbreytt, sjá nánar á stigatöflunni.
Skemmtiatriði
Hr. Huginn fékk að hitta menn í fyrsta skiptið og átti klárlega kvöldið með skemmtiatriðum sem munu seint gleymast…eða verða toppuð…þetta var klárlega sögulegt kvöld =)

Þegar átti að skella í skemmtiatirðið hjá nýliðanum þá gaf sig útileguborðið og bjór, spilapeningar, spil og fleira enduðu í einum potti á gólfinu…og búið að splassa þeim potti í einn góðan hrærigraut.
Það tókst að þrífa og skipta peningum bróðurlega á milli sín og halda áfram að spila…mesta furða hvað menn voru “fullorðnir” yfir þessu =)
Síðan var hent í skemmtiatriðið þegar allt var komið í samt lag og óhætt að segja að þetta hafi verið lang besta atriði nýliða hingað til og spurning hvort þetta verði einhverntíman toppað =)
Spilið

Þó að Hr. Huginn hafi átt margt á kvöldinu þá var það ekki spilið og tók hann fyrstur hattinn sinn. Bóndinn fylgdi á eftir honum og svo Lucky. Massinn, Ásinn og Hobbitinn voru næstir og síðan Iðnaðarmaðurinn, Bósi og Nágranninn.
Kapteininn tók svo bubble sætið og Bótarinn þriðja sætið. Lokarimman endaði þannig að Mikkalingurinn var að játa sig fyrir Timbrinu sem tók sigur…kemur sterkur inn eftir að hafa verið fjarverandi á rafmótunum.
Lesa meiraBjólfur OPEN 2021

Styrktarmótið í ár var haldið á netinu í samstarfi við Coolbet.com sem lagði til styrk til Ísólfs (Björgunarsveitar Seyðisfjarðar) vegna skriðanna sem féllu í lok síðasta árs.
Vel yfir hundrað manns sem mættu á mótið og endurinnkaup voru yfir 50 talsins. Verðlaunafé var yfir 500þ sem skiptist á milli efstu 27 spilara og sigursætið tók yfir 100þ og ánægjulegt að segja frá að endaði sú upphæð sem Coolbet lagði til Ísólfs rétt undir 300þ krónum.
Meira um mótið hjá austurfrett.is
Lesa meiraSíðasta mót 2020

12 Bjólfsbræður mættu til leiks í síðasta móti ársins sem er síðasta mót ársins og við höldum upp sóttvörnum og spilum rafrænt.
Massinn átti reyndar í mestu erfiðleikum að skrá sig enn…enda enn að reyna að spila á Spánartíma.
Röðin
- Massinn kom síðastur og fór fyrstur út þegar klukkan sló 22
- Hobbitinn fór all inn…en tíminn rann út og hann gat ekki keypt sig inn aftur …”Djöfulsins drasl”
- Uppúr hálf 11 yfirgaf Lomminn spilið og sameinað í lokaborð
- Rétt fyrir 11 fór Robocop út
- Hr. Huginn næstur út korter yfir 11
- Uppúr hálf 12 tók Bósi þúsarann með að taka út Mikkalinginn
- Kapteininn fylgdi á eftir í næsta spili
- Nágranninn kvaddi spilið korter í miðnætti
- Ásinn yfirgaf spilið rétt fyrir eitt og rétt missti af verðlaunasæti
- Áður en klukkan sló eitt þá yfirgaf Bótarinn svæðið og tók 3ja sætið
- Bósi og Lucky skiptust á með ásapörin
- Tvær mínútur yfir miðnætti lét Bósi sér nægja annað sætið
- Lucky endaði sem sigurvegarinn
Bjórstig
- Ásinn
- Hr. Huginn
- Kapteininn
Fótboltakeppni
- Bósi og Ásinn eru komnir í bindandi samning, ef Leeds endar ofar í deildinni þá skuldar Ásinn kassa til Bósa og annars öfugt ef United endar hærra…nú verður enn meira spennandi að fygljast með deildinni.
Fleygar setningar
- Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
- Þetta er bara svona…maður kann’da
- Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
- …hann myndi aldrei lifa þetta af…hann er svo veikbyggður
- Það er nú SÁÁ kvöldið í kvöld…viltu ekki bara byrja að drekka aftur
- Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
- Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
- “Með rautt í rúminu”
“Með rautt í rúminu”
Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
Staðan
- Staðan hefur verið uppfærð með öllum breytingum…
- Mikkalingurinn hefur enn 3 stiga forystu á Bjólfsmeistarakeppnina á Lucky og Kapteininn fylgir fast á eftir aðeins einu stigi á eftir honum
- Bóti hefur eitt bjórstig á Kapteininn
- …það getur allt gerst!
Jólabjólfsgjöfin 2020

Stjórnin átti stórleik í gær þegar Formaðurinn fór færandi hendi um bæinn og afhenti óvæntan glaðning…margir voru hissa og vissu jafnvel ekkert hvaða jólasveinn væri á ferðinni…flestir náðu þá að komast að því eftir að hafa fengið vísbendingu að hann væri með Bjólfshúfu =)
Frábært framtak frá stjórninni og góð upphitun fyrir föstudagskvöldið =)
Lesa meira6.11 og fyrsta mótaröðin var rafræn

10 menn hittust á netinu í lokakvöldinu í fyrstu mótaröðinni…þannig að fyrsta mótaröðin var öll tekin á netinu og ekkert útlit fyrir en að við verðum áfram þar á næstunni þó svo að menn séu farnir að plangera að hittast IRL í desember.
Bjórstigin voru frekar róleg í kvöld og bara Bósi og Lucky sem nældu sér í stig. Bósi því með góða forystu með 4 stig og næstu menn með 2.
Spilið
- Mikkalingurinn byrjaði að leggja í lokapottinn og eftir 45m var hann eini sem var búinn að kaupa sig aftur inn…tvisvar…eftir að hafa fengið 7-2 og reynt að taka stig út á það í bæði skiptin sem skilaði sér ekki.
- Síðan tóku menn sig á eftir að Mikkalingurinn fór að benda Lucky á að hann væri ekkert búinn að kaupa sig aftur aftur inn…þannig að hann skelli í endurinnkaup og menn fylgdu á eftir og urðu þau alls 15.
- Bósi fyrstur út eftir að hafa gefið Pusa fullt af chippum 😉 og síðan fylgdi Lucky strax á eftir með AA á móti Mikkalingnum sem var þá orðinn hæðstur (eftir að vera búinn að væla í 2 tíma að hann fengi engin spil 😉
- Síðan var spilað og spilað…og spilað..og spilað…
- Bennsi og Bótarinn duttu úr um miðnætti…Pusi stuttu seinna…
- Hr. Huginn fór niður fyrir 500 chippa…en vann sig aftur upp yfir 5þ og tveir lægri…
- Klukkan nálgast eitt og Nágranninn er út…og Kapteininn fylgdi á eftir
- Hr. Huginn orðinn hæðstur rétt fyrir eitt…
- Og blubble sætið er…Hobbitinn…
- Mikkalingurinn 20þ chippar og Hr. Huginn 17þ…
- Hr. Huginn tók annað sætið og Mikkalingurinn rúllaði upp kvöldinu
Mótaröðin
Mikkalingurinn tók mótaröðina, Kapteininn annað sætið og Lucky þriðja sætið.
Fleygar setningar
- “Bíddu þú er ekki lengur formaður!”
- Ég treysti ekki fjármálastjóranum, hann er þekkur fyrir að stinga undan…er líka að stækka við hjá sér…
- “Það þýðir ekkert að segja fyrirgefðu EFTIRÁ!”
- “Það er bannað að vera fúll þegar aðrir Bjólfarar móðga mann”…”nema það sé ekki búið að taka til”
- Ég er ekki að fara að taka sjensinn á Guðmundi
- “hvað með konuna mínu?”
- “BÓSI HEYRIRÐU Í MÉR?”
- “Hobbitinn er ekkert búinn að vera á Akureyri…hann er búinn að vera í Vegas allan tímann”
“Hobbitinn er ekkert búinn að vera á Akureyri…hann er búinn að vera í Vegas allan tímann”
“Það er bannað að vera fúll þegar aðrir Bjólfarar móðga mann”…”nema það sé ekki búið að taka til”
“Það þýðir ekkert að segja fyrirgefðu EFTIRÁ!”
Lesa meira“Bíddu þú er ekki lengur formaður!”












❤️😘