Bjólfur XV.1 – Húnninn er mættur!
Fimmtánda tímabilið hófs hjá Iðnaðarmanninum í gær og 12 Bjólfsbræður sem mættu til leiks eftir sumarfríið. Það er alltaf gott að sækja Iðnaðarmanninn heim og byrja tímabilið á kunnuglegum nótum…og Ég bíð eftir kvöldinu fékk að rúlla nokkrum sinnum í gegn í bland við dönsku útgáfuna, Nonna Reiðufé, Guns og fleiri slagara. Tækifærið var einnig nýtt til að færa Kapteininum (og frú) smá gjöf frá okkur í tilefni hnappheldunnar í sumar…þó að okkur hafi ekki verið boðið 😉
Read MoreBjólfur 14.8
Þá er síðasta heimamótinu á 14. tímabilinu lokið. Það leit út fyrir að 11 myndu láta sjá sig hjá Spaða Ásnum þetta föstudagskvöldið. En eftir að hann byrjaði að hita menn upp með öllum veitingunum sem var verið að undirbúa þá hætti Iðnaðarmaðurinn við að mæta og leiddu menn líkurnar að því að honum hafi fundist að sér vegið sem “gestgjafinn” 😉
Read MoreBjólfur 14.7
Einstaklega hressir menn sem mættu til Iðnaðarmannsins á föstudaginn í sjöunda kvöldið á fjórtánda tímabilinu.
Read MoreBjólfur 14.6
Það voru hressir Bjólfsbræður sem mættu á til Kapteinsins á föstudagskvöldið og gátu allir sest sáttir niður á lokaborðið þar sem aðeins átta mættu og spilað á einu borði frá upphafi.
Read MoreBjólfur 14.3 hjá Iðn- ver/aðarmanninum
12 bjólfsbræður mættu á nýjan völl í boði Iðnaðarmannsins og fór vel um alla og gaman að fá að sjá veldið sem þeir bræður eru að byggja upp. Með þessu móti styrkið “Gestgjafinn” sig enn betur í því að hafa haldið flest mót eins og sjá má á tölfræðinni fyrir neðan…Hr. Huginn er líka að koma sterkur inn…og síðan er spurning hvort ætti að gefa þeim sem bóka Ljónið eða bústað tilnefningu fyrir þau mót? …en kannski mikilvægara að byrja á að útkljá bústaðinn í lok þessa tímabils 😉
Read MoreBjólfur XIV hófst hjá Iðnaðarmanninum
Fjórtánda starfsárið hófs í gær þegar þrettán Bjólfsfélagar tóku í spil…og sá fjórtándi mætti svo eftir hlé þannig að það voru fjórtán Bjófsbræður sem hittust á fyrsta kvöldinu á fjórtánda tímabilinu 🙂
Eins og oft áður þá tókst okkur nú ekki að byrja á tíma og hléið var langt og gott…enda ekki annað hægt þegar Gestgjafinn er heimsóttur og menn eiga fullt í fangi bara með að smakka á öllu sem boðið er upp 🙂
Það var tekið á móti nýjum meðlim sem er nú með okkur til reynslu fram að næsta bústað 😉 hann sýndi meira að segja töfrabrög og reytti af sér sögurnar eins og honum einum er lagið.
Við pókerborðið hafi Bósi engu gleymt…og eftir nokkur spil var hann búinn að margfalda sig og áttu menn í mesta basli með Bósa’nn…enda langt síðan menn hafa setið móti honum yfir pókerspili.
Read More
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…