Bótarinn strikes again
Bósi bauð heim í annað kvöld í fyrstu mótaröðinni á tímabilinu og 9 félagar sem settur niður við borðið.
Þar á meðal var Gummi Magg (aka Ásinn) mættur aftur eftir ársleyfi í pókerbúðum í Eyjum. Hann fékk könnuna sína sem er búin að vera í geymslu á meðan og gat loksins klætt sit upp í 2011 bolinn og mætt á mót með okkur. Gaman að fá hann aftur og það er nokkuð víst að “ásinn er alltaf góður” … sérstaklega spaðaásinn 😉
Bjór
Fleiri gerðu upp bjórskuldirnar og verð ég nú að viðurkenna að það er ekkert leiðinlegt að fá bjór í hvert skipti sem maður mætir 😉
Spilið byrjað
Eins og sjá má af myndinni var vel dimmt yfir okkur á Bósastöðum en það má einnig sjá á myndinni að Rafvirkinn er mjög hugsi yfir þessu og Bósi þarf klárlega að kalla hann út til að taka rafmagnið í gegn…sem virtist vera að stríða eitthvað ljósum & símum 😉
Ekki var mikið um endurinnkaup en hins vegar var mikið um það að sami maðurinn var að safna chippum. Robocop var að hitta mjög vel framan að og þegar kom að hléi var hann um þrefallt stærri en næsti maður. Með um 90þ chippa, næsti maður 30þ og síðan voru menn 20þ og niður í um 10þ. Þannig að það leit allt vel út fyrir hann á þeim tímapunkti.
Sjöa-tvistur
Bjórhendur sáust ekki oft. Ef ég man rétt gaf einhver þá hönd upp þegar hækkað var á móti. En 72 dúkkaði þó upp þegar að Timbrið sýndi 72 þegar að floppið hafði verið J♠J♦8♥ og Ásinn & Pusi voru báðir inná móti. K♣ á river & 9♠ voru ekki að gera neitt fyrir Timbrið sem reyndi að representa gosana en var séður af Ásnum með 8♣9♣ en Pusi sýndi 8♦Á♦ þannig að Gummi tók þá hönd með níuparinu og engir bjórstig skiluðu sér í hús. En Gummi var kampakátur enda búinn að taka nokkrar hendur með spaðaásnum líka 😉
Spilurum fækkaði
Einn af öðrum duttu menn út en engum tókst að ná þúsaranum af Bótaranum. Hann fór all-in með 14þ chippa og ég sá hann með um 12þ með kóng og lágspil á hendi á móti Ás og lágspili hjá Bótarnaum. 2 kóngar í borð gáfu mér sett en Bótarinn hitti á tvö spilin sem hann vantaði fyrir röðina og tók mig út…eftir það virtist sem að spilin færðust frá Robocop yfir á Bótarann sem hitti…litir, sett og jafnvel fleira sem hann þurfti ekki að sýna.
Endaleikurinn
Þegar hér var komið sögu var Bótarinn í vænlegri stöðu, Robocop átti eithvað enn eftir og Timbrið var þokkalega statt. En leikar héldu áfram sem áður og menn áttu lítið í Eika sem tók Timbrið út á húsi (minnir mig) og síðan var síðasta spilið dæmigert þar sem Gunni var allur inni með 10♠10♦ á móti 5♣9♣ hjá Eika og í boðið kom 6♣7♠8♥ sem gaf Bótaranum röðina og annan sigurinn sem og þúsarann fyrir kvöldið.
Eiki er því í vænlegri stöðu eftir fyrstu tvö kvöldin og tvo sigra, það er klárt að hann ætlar að vera í toppbaráttunni í ár eftir að hafa ekki náð að halda í við gott gengi þarsíðasta ár.
Gott kvöld að vanda 😉
Síðan var setið fram eftir nóttu og rætt um ýmsa góða menn og góð málefni. Pólitík bar jafnvel á góma og liggur við að það þurfi að setja reglu að ræða ekki hana á svona kvöldum þar sem það endar bara með ofhitnun hjá einhverjum á endanum 😉
Lesa meiraMót hjá Bósa á föstudaginn
Næsta mót er á föstudaginn hjá Bósa að Hlaðbrekku 21 í Kópavogi eins og einhverjir ættu að muna frá því fyrr í ár þegar við settumst niður hjá honum…byrjum kl. 20:30 ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því.
Lesa meiraBjólfsmeistar byrja tímabilið vel
Tímabilið hófst á föstudaginn með fyrsta kvöldi í fyrsta móti á árlegu afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Það er hugsað vel um gestina hjá Heitasta Gestgjafanum og hann passaði vel uppá félaga meðal annars með dýrindis humarsúpu í hléi…gott að byrja tímabilið með að setja góðan standard 😉
Lesa meiraHvalurinn ósigrandi
Það var góður fjöldi af mönnum sem settir niður í 2 spilinu í lokamótaröðinni í gærkvöldi. Gummi bauð heim og uppá ýmsilegt gott að drekka þó menn hafi nú verið nokkuð rólegir…
Lesa meiraGestir stóðu sig vel á BJÓLFUR OPEN 2013
10 hittust í mat og endaði í 22 sem settust niður á Ljóninu í gærkvöld og spilað var á 3 borðum.
Lesa meiraJólamótið 2012 – úrslit
Það voru 26 spilarar sem voru tilbúnir að taka þátt í jólamóti Bjólfs þetta árið í ausandi rigningu og slagveðri og þrátt fyrir óvissu með færð komu menn alla leið frá Breiðdalsvík. Í ár tóku tveir kvennmenn þátt og er gaman að segja frá því að önnur þeirra var móðir mín. Hún stóð sig bara þokkalega og hafði gaman af því að segja frá því að hún náði lengra en Jón Valur.
Lesa meira
https://t.me/Official_1xbet_1xbet/1706