Breytingar á lokapottum fyrir Bjólfur XIV
Í gegnum árum höfum við tekið helminginn af innkaupagjaldi (buy-in) og sett í mótaröð (3 kvöld) og hins vegar í meistara/bústaðapott. Síðarnefndi potturinn var hugsaður fyrir meistaragjafir og sérstök bústaðamót en hefur yfirleitt verið nýtt til að hjálpa til með gjöld við bústaðinn og aldrei skilað sínum tilgangi.
Þannig að nú verður breyting á því að þessi pottur er lagður niður. Engin breyting er á innkaupagjaldi, það er enn 2.000,-, og helmingur þess fer nú allur í mótaröðina þ.s. þrír efstu menn hverrar mótaraðar (þriggja móta) fá verðlaun skv. upplýsingum um mótaraðir (lokapott) hefur verið uppfærð m.t.t. þessarar breytingar.
Þessar breytingar auðvelda utanumhald (að þurfa ekki að halda utan um tvo hluta) sem og að verðlauna þá sem standa sig vel á mótaröð, en oftar en ekki ná menn ekki neinum verðlaunum á neinu kvöldi en landa samt skerfi af mótaröðinni.
Read MoreBjólfur XIII – 9. kvöldið (bústaður)
Þá var komið að því…tólfti bústaðurinn (þar sem 2020 datt uppfyrir) og mikil spenna í mönnum fyrir helginni sem og spili.
Read MoreBjólfur XIII – áttund kvöldið
Síðasta heimamótið var haldið hjá Lucky og það endaði í átta bræðum sem mættu á sólríku vorkvöldi og settust beint við lokaborðið.
Read MoreBjólfur XIII – sjöunda kvöld
Afmælismótið var haldið hjá Massanum í gær og með því þokast hann einu móti nær því að hampa þriðja sætinu í að hafa haldið flest mót. Klúbburinn er 13 ára í dag og fagnar afmælisdeginum með Stofnandanum og Bjólfur kastar kveðju yfir landið (eða ofan af fjallinu ;). Í tilefni dagsins er skemmtilegt að rifja upp smá eins myndir frá afmælismótinu 2011…sjaldan leiðinlegt að garfa í gömlu dóti hérna á síðunni 😉
Read MoreBjólfur XIII – sjötta kvöld
Hist var fyrr í tilefni afmælis Kapteinsins þegar hann var sóttur á heimili sitt og rúllað beint í Sky Lagoon þar sem við áttum notalega stund saman í brotsjónum sem gekk yfir lónið og þurftu menn að hafa sig allan við að að halda bjórglasinu stöðugu í gusuganginum.
Read MoreBoðsmótið 2023
Góður hópur sem mætti til leiks á Boðsmótinu í ár, margir mættu snemma í mat og drykk sem var vel þegið að næra sig á líkama og sál fyrir spil.
Read MoreÞað er bara ein regla í Bjólfi….formaðurinn ræður!
(Bjólfsbróðir að útskýra klúbbinn fyrir gesti)
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…