Pages Navigation Menu

Pókerklúbbur

Boðsmót Bjólfs 2024

Skrifað af þann 21. Jan 2024 in Boðsmót, Fréttir | Engar athugasemdir

Boðsmótsgestir 2024 (fyrir utan einn?)

Eins og alltaf var einstaklega flottur hópur sem mætti á Rauða Ljónið í hið árlega Boðsmót þar sem Bjólfarar buðu gestum að eiga með sér kvöldstund. Byrjað var á mat og drykk yfir spjalli á meðan fólk var að safnast saman og allir gengur sáttir þaðan til spils.

Lesa meira

Bjolfur.org verður nú Bjólfur.is

Skrifað af þann 22. Dec 2023 in Fréttir | 1 ummæli

Þegar klúbburinn var stofnaðu og fór á netið var farið að leita að léni og Stofnandinn leitaði til eiganda bjolfur.is sem neitaði að gefa það frá sér (þó svo að við hefðum ákveðið tilkall í það 😉 og því enduðum við á .org þar sem að .com hafði verið skráð fyrr á árinu.

Lesa meira

Bjólfur 14.4

Skrifað af þann 11. Dec 2023 in Fréttir | Engar athugasemdir

Desembermótið var haldið hjá Lucky og mótið hitti á afmælisdag Hr. Hugins (sem komst reyndar ekki vegna afmælisuppákomu) og einnig náði mótið inná afmæli hjá Lucky eftir miðnætti.

Lesa meira

Bjólfur 14.2 hjá Hr. Huginn

Skrifað af þann 11. Oct 2023 in Fréttir | Engar athugasemdir

14 tímabilið hélt áfram síðustu helgi þegar 2. kvöldið var haldið hjá Hr. Huginn og létu 11 bjólfsbræður fara vel um sig hjá kappanum enda einstaklega huggulegt á holtinu hjá Hr. Huginn og nóg af alls konar nammi í boði.

Lesa meira

Bjólfur XIV hófst hjá Iðnaðarmanninum

Skrifað af þann 11. Sep 2023 in Fréttir, Mót | Engar athugasemdir

Bjólfur XIV – 1. kvöld í september ’23 hjá Iðnaðarmanninum

Fjórtánda starfsárið hófs í gær þegar þrettán Bjólfsfélagar tóku í spil…og sá fjórtándi mætti svo eftir hlé þannig að það voru fjórtán Bjófsbræður sem hittust á fyrsta kvöldinu á fjórtánda tímabilinu 🙂

Eins og oft áður þá tókst okkur nú ekki að byrja á tíma og hléið var langt og gott…enda ekki annað hægt þegar Gestgjafinn er heimsóttur og menn eiga fullt í fangi bara með að smakka á öllu sem boðið er upp 🙂

Það var tekið á móti nýjum meðlim sem er nú með okkur til reynslu fram að næsta bústað 😉 hann sýndi meira að segja töfrabrög og reytti af sér sögurnar eins og honum einum er lagið.

Við pókerborðið hafi Bósi engu gleymt…og eftir nokkur spil var hann búinn að margfalda sig og áttu menn í mesta basli með Bósa’nn…enda langt síðan menn hafa setið móti honum yfir pókerspili.

Lesa meira

Bjólfur XIV er á næsta leiti

Skrifað af þann 29. Aug 2023 in Fréttir | 1 ummæli

Senn líður að nýju tímabili og14. pókerárið okkar er á næsta leiti. Hvað mun gerast á þessu 14. starfsári okkar? Fáum við enn nýjan Bjólfsmeistara? eða standa þeir gömlu uppi sem sigurverar? Hver tekur bjórinn, hver tekur kvöldin og hverjir mæta og bæta sig? Það er allt opið.

Hvað sem því líður þá er er nokkuð víst að það verður gaman hjá okkur og aldrei að vita en við fáum heimboð á nýja staði og jafnvel í nýja pottnum? …og jafnvel nýjum fleygum setningum?

Fyrir komandi tímabil er gott að renna yfir siðareglunar, finna búnað og boli og rifja upp nokkur góð myndbrot frá fyrri árum…og telja niður:

Lesa meira