Annar í Bjólfi

Föngulegur hópur sem byrjaði kvöldið á Fjörukránni áður en haldið var á nýjan völl þegar spilað var í fyrsta skiptið hjá Massanum í nýja Aðsetrinu hans þar sem fór einstaklega vel um alla. Klárlega staðsetning sem menn vilja heimsækja oftar og helst útvíkka á næstu bil 😉
Bjór
Það eru vel upp aldir menn sem hlýddu Bjórmeistara síðasta árs og gera upp við hann í þeim bjór sem honum þykir vænt um eins og sjá má af myndunum af þeim sem gerðu upp.
Það voru þrjú bjórstig sem skiluðu sér í hús í Bjórmeistarakeppninni og Kapteininn, Bótarinn og Lucky þar með einir komnir á blað eftir tvö kvöld.
Spilið
Spilið hófst og eftir gott hlé byrjuðu menn að detta og tók Timbrið fyrstur pokann sinn og á eftir fylgdu; Iðnaðarmaðurinn, Nágranninn og Hobbitinn og var þá sameinað á lokaborðið.
Þar var Hr. Huginn fyrstur út á sama tíma og Heimsi. Heimavöllurinn dugði ekki lengra fyrir Massann og Mikkalingurinn náði ekki að fara alla leið eins og síðast.
Lucky tók bubble sætið og Kapteininn nældi sér í þriðja sætið og kom út á sléttu eftir að hafa keypt sig þrisvar aftur inn. Mögulega var það Kapteinn sem yfirgaf borðið með Á♥Á♦ á móti 5♠5♣ þegar að floppið kom J♣2♣10♣ og 6♠6♣ endaði með lit á móti ásaparinu.
Lokarimman var því a milli Bótarans og Killersins en sá síðarnefndi hafði mætt síðastur á mótið og byrjaði af krafti þegar hann settist niður…á tímabili var hann dottinn niður í tvo svarta en vann sig svo aftur upp og kominn í úrslit og var mun lægri á tímabili og stutt frá því að verða undir.
Killerinn náði að vinna sig vel inní spilið og á tímapunkti enduðu þeir báður all inn, Killerinn með 8♣9♣ á móti 6♦6♠ hjá Bótaranum…fyrsta spil í floppinu var 6♣ og Bótarinn kominn með þrennuna og leit vel út…8♦9♠ gáfu Killernum von með að fá húsið…6♦ gerði út um spilið þegar Bótarinn tók fernuna og kom sér aftur í vænlega stöðu.
Stuttu seinna var Killerinn með K♥J♠ og með 9♥10♠Q♠ var hann með röðina. Bótarinn með Á♥7♥ fékk Á♠ á river til að gefa möguleika á að fá hærri röð…en enginn kóngur á river (heldur 6♣) og Killerinn nældi sér í sigur.
Staðan
Staðan hefur verið uppfærð á Bjólfsmeistarinn 2022 og Mikkalingurinn og Bótarinn eru með 2 stiga forystu í toppsætinu á Kapteininn sem er líka með 2ja stiga forskot á Lucky og Heimsa. Massinn 3 stigum á eftir þeim og Nágranninn og Iðnaðarmaðurinn aðeins neðar en aðrir hafa bara mætt á eitt mót og þurfa að spila svakalega til að ná að blanda sér í toppbaráttuna.

Fyrsti í Bjólfi

Það var svaðalegur hópur sem mætti og fagnaði “Fyrsta í Bjólfi” á nýju tímabili. Að vanda vorum við hjá Iðnaðarmanninum (aka Gestgjafanum) sem passaði að vanda vel uppá alla sem létu sjá sig.
Uppsafnaður spenningur og langt síðan menn höfðu spjallað töfðu aðeins byrjunina á mótinu…en það var allt í góðu og henta fínt fyrir Robocop sem meldaði sig óvænt inn rétt fyrir mót.
Bjór
Bjórmeistari síðasta árs (Kapteininn) fékk uppgjör frá tvemur í kvöld og eins og sjá má af myndunum vissi hann ekkert hvernig hann ætti að taka svona góðum gjöfum =)
Engin bjórstig komu í hús þrátt fyrir að Nágranninn fékk nóg af tækifærum. Hann fékk 7-2 þrisvar sinnum fyrsta klukkutímann…en náði aldrei að gera sér mat úr því og þegar hann varaði menn við að spila á þessa hönd voru einhverjir fróðir menn sem bentu nú á að þetta væri versta höndin 😀
Spilið
Það voru margir á því að þetta yrði þeirra kvöld…og jafnvel þeirra tímabil…en fáir sem voru jafn graðir og Kapteininn sem byrjaði af krafti á bláa borðinu og lét aldrei minna en regnboga sjást þegar veðjað var. Hann stoppaði allar tilraunir Nágrannans að fá bjórstig og safnaði sér góðum stafla fyrir hlé.
Robocop mætti seint til leiks og lét það ekki stoppa sig og spýtta bara í lófana og hóf að hafa spilapeningana af hinum við rauða borðið eins og enginn væri morgundagurinn og var einnig með vænlega stöðu í hléi.
Eftir hlé…
Iðnaðarmaðurinn var fyrstur til að stíga upp frá borðinu…en var hann búinn að vera sveittur að undirbúa og elda fyrir kvöldið og heimavöllurinn að gera neitt fyrir hann í kvöld.
Eftir að hafa margkeypt sig inn, eftir að elta bjórstig, var Nágranninn næstur út. Hann réð illa við Kapteininn og þrátt fyrir að geta fagnað því að sigra hann einu sinni (og hvatt menn til að mynda þann atburð) þá dugði það ekki til því Kapteininn mætti fljótt aftur með sigur og þá var ekki jafn spennandi að mynda það sem gerst hafði 😉
Þá voru aðeins 8 eftir og sameinað á lokaborðið.
Bóndinn var næstur til að taka pokann sinn…enda styttist í næsta túr og þegar ljóst að hann missir af næsta móti 🙁
Þá var komið að Massanum sem var búinn að vera að safna í smá hobbita og hanga á 3 spilapeningum ansi lengi en þegar hann endaði allur inn á móti Kapteininum kom upp að Mikkalingurinn, sem var að gefa, skellti öllum fold spilunum ofan á spilabunkann. Þetta sáu menn og voru spilin bara talin ofan af bunkanum, spilið gefið og Massinn dottinn út. Þá var nú minn maður ekki alveg sammála og ætlaði eitthvað að fara að malda í móinn…en þar sem hann var á móti Formanninum þá reyndist það erfitt. Einhverjir höfðu nú orð á því að þetta væri líklega bara refurinn í Mikkalingnum að ná svona stórlaxi út…enda væri svona lagað ekki tekið gilt í Halifax.
Hér er kannski gott að minna menn á að vera ekki of duglegir að taka til á spilaborðinu fyrr en spili er lokið.
Lucky var orðinn lítill og fór allur inn með þrjá tígla í borði á móti Robocop sem hélt á tíupari…sá síðarnefndi var nýbúinn að segja að það þyrfti bara að fara á móti Lucky til að vinna sem hann og gerði og slapp við tígul og sendi Lucky heim.
Eftir að hafa verið á siglingu fyrir hlé fór jafn og þétt að minnka staflinn og endaði svo að Kafteinn var svo illa særður eftir að vera með fullt hús 444QQ en Robocop 444KK og Robocop þá kominn með chip lead. Stuttu seinna horfir Kapteininn á kónga og hækkar en er séður af Robocop…gjafari átti í smá vandræðum í floppi og ás sýndur sem var brendur…Kapteininn fer all inn og Robocop í smá vanda með tvo ása á hendi og veit að einn er brenddur…en sér samt og tekur Kapteininn út.
Bótarinn dugði þá ekki lengur…búinn að vera allt of lengi að spila og löngu kominn háttatími.
Heimsi tók bubble sætið eftir að vera búinn að svellkaldur allt kvöldið og lét ekkert stoppa sig…en var að játa sig sigraðan með 2♦3♥ á móti Á♠4♠ hjá Mikkalingnum þegar að hvorugur þeirra hitti neitt og high card hjá refnum bætti borðið og tók sigurinn og þúsarann…enda er Á♠ alltaf (yfirleitt) góður 😉
Robocop var búinn að vera á fullu síðan hann kom…en varð að játa sig sigraðan á endanum…enda var refurinn ill viðráðanlegur og líklega ekki hættulaust styggja hann of mikið.
Mikkalingurinn tók því fyrsta sigurinn og byrjar af jafn miklu öryggi og eins í fyrra.

Frábært kvöld eins og alltaf…helstu uppýsingar um stöðuna hægt að sjá á Bjólfsmeistarinn 2022 (eða stöðusíðunni) og næsta mót verður í Athvarfinu og verður spennandi að hittast á nýjum stað 🙂
Read MoreHeimamót hjá Lucky

Það var föngulegur sem hittist hjá Lucky í gærkvöldi eftir að mótinu hafði verið frestað um viku til að tryggja að samkomutakmarkanir myndu leyfa fleiri en tíu ef það yrði góð mæting…og líka allir meira til í að hittast ef hægt er 😉
Logabjór var með opinn bar sem rann vel ofan í þá sem voru í ölinu og tókst að fara í gegnum einn kút og byrja á næsta þegar farið var að líða fram á nótt með gítarspili og tilheyrandi fjöldasögn =)
Bjórkeppnin
Aðeins eitt bjórstig kom í hús og var það gestgjafinn sem nældi sér í stigið í fyrsta spili. Staðan er þá fyrir síðasta kvöldið að Kapteininn er með forystu en aðrir eru að læðast uppað honum:
- 5 stig – Kapteininn
- 4 stig – Bósi & Lucky
- 3 stig – Mikkalingurinn & Hr. Huginn
- 2 stig – Spaða Ásinn
- 1 stig – Nágranninn, Bensi, Lomminn, Massinn, Heimsi & Bóndinn
Spilið
Leikar hófust á tvemur borðum og fyrir utan bjórstig á fyrstu hönd hjá Lucky þá bar hæðst þegar Bótarinn var kominn með lítinn stafla og sagðist bara þurfa þrjú all in til að ná sér upp sem hann og gerði…og endaði í 11 all in sigrum hjá honum.
Nýliðinn og yngstur við borðið var fyrstu til að detta út og með því var komið að sameiningu.

Það virsti sem að ætti að taka menn út í aldursröð þegar Bensi var tekinn út og Kapteininn svo á eftir honum…Lucky því að svitna þar sem hann var næstur í aldursröðinni en það endaði svo að kóngapar hjá Bósa varð að játa sig sigrað af ásapari og álögum á aldursröðinni þannig létt.
Bótarinn datt næstur út og Hobbitinn leit niður á 4♦4♣ og fór allur inn þegar 9♣7♦3♣ var í borði á móti Mikkalingnum sem sýndi 7♣7♥ og eini möguleikinn var að fá tvö fjarka sem létu ekki sjá sig.
Þá voru Mikkalingurinn, Spaða Ásinn og Lucky eftir og allir komnir í verðlaunasæti þar sem það var skellt í 3 sæti í tilefni þess að vera að hittast í raunheimum =)

Spaða Ásinn vs. spaða ásinn
Spaða Ásinn leit niður á Á♥Q♦ og ýtti öllum chippunum inn á móti Lucky sem tilkynnti að hann gæti ekki annað en séð fyrsta hann væri með spaða ásinn á móti Spaða Ásnum og sýndi Á♠6♠.
Lucky var ekki jafn ánægður að sjá drolluna hjá Spaða Ásnum þar sem kellingarnar voru búnar að vera mikið á ferðinni allt kvöldið…en fyrsta spil upp var 6♣ með 5♦K♠ og spaða ásinn kominn með hjálp var sexunni. Nú þurfti Spaða Ásinn bara að fá drottningu til að bjarga…en það fór svo allt til helvítis fyrir Spaða Ásinn þegar 6♥ mætti á turn og lítil sárabót að Q♣ lét sjá sig á river.
Spaða ásinn dugði þá til að taka út Spaða Ásinn og Lucky með ágætis forystu á Mikkalinginn þegar komið var að lokarimmunni.
Lokarimman
Mikkalingurinn byrja að berjast við að minnka staflann hjá Lucky og fór allur inn og Lucky sagðist ekki vilja sjá ás á móti sér og sýndi K♥Q♣ og þá sýnir Mikkalingurinn Á♠7♣…fyrsta spil í borð og er svo 7♦ og ásinn kominn með enn meiri hjálp en á eftir komu 2♣K♣ og kóngarnir góðir og bara ás eða sjöa til að bjara Mikkalingnum…turn var 10♠ og river 3♥ og Lucky tók sigurinn á heimavelli með kóngum yfir sjöur.
Bjólfsmeistarinn 2021
Lucky náði að saxa eitt stig á Mikkalinginn og munar nú aðeins einu stigi á þeim fyrir lokamótið. Kapteininn er orðinn 9 stigum á eftir og þarf að treysta á að hinir detti snemma og út næst og hann komist langt til að eiga möguleika á sigri. Allar nánari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á Bjólfsmeistarinn 2021.
Þetta kvöld er bara eins og í bústað
-Bjólfsbróðir (í gær)
Myndir
Enn eitt rafmótið
Það var skellt í samkomubann í vikunnig þannig að við skelltum okkur aftur í rafmót…óhætt að segja að menn voru ekkert ofsakátir með það…en vissulega gaman að þeir sem voru langt í burtu og í bústað gátu mætt.
10 fræknir bjólfsbræður mættu á rafmót og níu í spjall á netinu.

Menn voru mikið að leika sér með bakgrunna í netspjallinu…Kapteininn fær alveg sérstakt kúdos fyrir að googla myndir af mönnum og nota í bakgrunna =)
Bjórstig
Nokkur stig komu í hús…Kapteininn er nú efstur með eitt stig á Bósi með 4 stig…Mikkalingurinn, Lucky og Hr. Huginn með 3 og Spaða Ásinn með 2…síðan sex aðrir með eitt stig…þegar tvö kvöld eru eftir.
Spilið
Strax í byrjun tóku Hr. Huginn, Mikkalingurinn og Bósi að safna spilapeningum…Bósi var eini þeirra sem náði að halda því út og var að sýna gamla frá upphafsárum klúbbsins.
- Heimsi var fyrstur út og nældi sér í 11 stig
- Bótarinn 12 stig
- Hr. Huginn 13 stig
- Kapteinn 14 stig…ekki að saxa á forystuna hjá Mikkalingnum (er nú 4 stigum á eftir 1. sæti og 2 stigum á eftir Lucky)
- Mikkalingurinn 15 stig…þannig að hann tók bara einu stigi frammúr Kapteininum
- Lucky 16 stig…náði einu stigi á Mikkalinginn…nú eru bara 2 stig sem Mikkalingurinn hefur á hann…þannig að Bjólfsmeistarabaráttan er enn æsispennandi milli þriggja)
- Lomminn 17 stig…bubble sætið
- Hobbitinn 18 stig…3 sætið
- Nágranninn 19 stig…2 sætið
- Bósi 20 stig…1 sætið…var nokkuð vel settur að spila úr bústaðnum =)
- …allar frekar upplýsingar eru á stigatöflunni og á Bjólfsmeistarinn 2021
Fleygar setningar kvöldsins
- “Nennirðu að segja dóttur þinni að ná í bjór fyrir mig”
- “Jæja Bósi ég get ekki reddað þér núna”
- “Þú ert my nr. 1 fan boy”
- “Lucky ertu hættur að spila?”
- “ÞAÐ ER HÆGT AÐ SETJA Á MUTE!”
- “Kim Young Ung…ég næ þessu bara ekki”
- “Allir úr í pottnum”
- “Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
- “HEI NÚMER TVÖ….RÓLEGUR!”
- “Lomminn drekkur ekki einu sinni bjór…hann er bara að feika þetta”
- “Lomminn myndi ekki ljúga..hann er náttúrulega stjórnmálamaður”
- “HVAR FANNSTU ÞESSA MYND?”…”Þetta er fyrsta myndin sem ég fann þegar ég googlaði þig”
- “Þetta var geggjað spil”
- “Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
- “Ef þú smellir á hann…þá færðu hann stórann”
- “Ég átti aldrei von á því að þú myndir gefa boltann”
- “Æ, geturðu rétt mér lakóst sokkana mína”
- “Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”
“Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”
“Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
“Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
“Allir úr í pottnum”
Þá er síðasta heimamótið eftir 3 vikur…og þar sem það er innan takmarkana verður það að öllu óbreyttu rafmót…vonandi náum við að hittast í bústaðnum í maí =)
Baráttan um Bjólfsmeistarann er æsispennandi…sem og baráttan um Bjórmeistarann 2021…2 kvöld eftir…hvernig fer þetta..munum við hittast í bústað eða endar árið rafrænt?
Read MoreFyrsta heimamótið hjá Hr. Huginn

Það var föngulegur hópur sem mætti í nýjan leikvöll hjá Hr. Huginn þar sem menn voru í góðu yfirlæti hjá nýliðanum.
Bjórstig
Hr. Huginn og Kapteininn nældu sér í sitt hvort bjórstigið. Með því jafnar Kapteininn Bósa í Bjórmeistarakeppninni með 4 stig.
Hr. Huginn er þá með þremur öðrum með 2 stig og spurning hvort menn náði að safna sér inn stigum og stela titlum á næstu kvöldum.
Spilið
Það var spilað á tvemur borðum, bláa og rauða, og fyrsti maður út var Pusi…spurning hvort hann sé að fá nægilega pókeræfingu fyrir norðan =)
Mikkalingurinn fylgdi á eftir og gestgjafinn Hr. Huginn í framhaldinu og var þá sameinað á lokaborðið.

Killerinn var næstur til að standa upp og Kapteininn fylgdi á eftir.
Timbrið var með Þúsarann á sér eftir sigur á síðasta móti og varð að játa sig sigraðan gegn Lucky.
Nágranninn var á þessum tímapunkti búinn að vera að hanga á 500 kalli og orðin spurning hvað hann myndi gera úr honum…hvort þetta myndi enda sem einhver geggjuð endurkoma og hann væri jafnvel að fara að vera kallaður 500kallinn héðan í frá…hann endaði samt með að tapa þessum eina spilapening og vera næsti maður frá borðinu.
Iðnaðarmaðurinn var næstur frá borði og tók bubble sætið. Hann þurfti að játa sig sigraðan gegn fjórum kellingum hjá Bennsa og í annað skiptið sem ferna fór illa með hann í kvöld
Lokarimman
Þá voru þrír eftir, Massinn, Bennsi og Lucky. Massinn var búinn að vera að hanga aðeins síðustu spil en endaði allur inni í fyrsta spilinu í þriggja manna spilinu…og hinir sáu.
Í borð kom 3♦6♦7♥ og Bensi og Lucky fór að veðja í hliðarpott og Q♠ kom á turn og 5♣ á river. Bennsi fór allur inn með 4♦3♥ með röð frá þrist uppí sjöu en á eftir honum var Lucky með 4♠8♣ og röð sem náði uppí átta og því var kvöldinu skyndilega lokið með sigri hjá Lucky á kvöldinu.

Bótarinn og Bósi mættu ekki þrátt fyrir að hafa verið að leiða mótaröðina, þannig að Lucky, Nágranninn og Kapteininn náðu að skríða uppfyrir Mikkalinginn sem hafði 3 stig í forskot á Lucky sem tók mótaröðina.

Bjólfsmeistarinn 2021
Staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er æsispennandi eftir úrslit gærkvöldins þ.s. Mikkalingurinn var einstaklega góður á afmælisdaginn sinn og leyfði Lucky og Kapteininum að saxa aðeins á forskotið.
Mikkalingurinn hefur nú 3 stig á hina…þannig að það getur allt gerst þegar 3 kvöld eru eftir og mjótt á munum. Hægt að skoða meira stöðuna og þróunina á Bjólfsmeistarinn 2021.
Næsti staður…næsta spil
Ekki var þar sem öll sagan sögð því eftir frekar snöggan endi á spilinu fóru einhverjir að ræða um að taka annað spil…og einhvernvegin fór umræðan í að menn vildu komast í bjórdæluna hjá Lucky og enduðu því fimm fræknir á því að fá far þangað þar sem spilað var fram á nótt.
Þar var mikið skeggrætt og óhætt að segja að fókusinn hafi ekki verið allan tíman á spilinu…jafnvel sögulegir viðburðir og áhugaverðar heimferðir =)
Read MoreSíðasta mót 2020

12 Bjólfsbræður mættu til leiks í síðasta móti ársins sem er síðasta mót ársins og við höldum upp sóttvörnum og spilum rafrænt.
Massinn átti reyndar í mestu erfiðleikum að skrá sig enn…enda enn að reyna að spila á Spánartíma.
Röðin
- Massinn kom síðastur og fór fyrstur út þegar klukkan sló 22
- Hobbitinn fór all inn…en tíminn rann út og hann gat ekki keypt sig inn aftur …”Djöfulsins drasl”
- Uppúr hálf 11 yfirgaf Lomminn spilið og sameinað í lokaborð
- Rétt fyrir 11 fór Robocop út
- Hr. Huginn næstur út korter yfir 11
- Uppúr hálf 12 tók Bósi þúsarann með að taka út Mikkalinginn
- Kapteininn fylgdi á eftir í næsta spili
- Nágranninn kvaddi spilið korter í miðnætti
- Ásinn yfirgaf spilið rétt fyrir eitt og rétt missti af verðlaunasæti
- Áður en klukkan sló eitt þá yfirgaf Bótarinn svæðið og tók 3ja sætið
- Bósi og Lucky skiptust á með ásapörin
- Tvær mínútur yfir miðnætti lét Bósi sér nægja annað sætið
- Lucky endaði sem sigurvegarinn
Bjórstig
- Ásinn
- Hr. Huginn
- Kapteininn
Fótboltakeppni
- Bósi og Ásinn eru komnir í bindandi samning, ef Leeds endar ofar í deildinni þá skuldar Ásinn kassa til Bósa og annars öfugt ef United endar hærra…nú verður enn meira spennandi að fygljast með deildinni.
Fleygar setningar
- Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
- Þetta er bara svona…maður kann’da
- Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
- …hann myndi aldrei lifa þetta af…hann er svo veikbyggður
- Það er nú SÁÁ kvöldið í kvöld…viltu ekki bara byrja að drekka aftur
- Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
- Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
- “Með rautt í rúminu”
“Með rautt í rúminu”
Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
Staðan
- Staðan hefur verið uppfærð með öllum breytingum…
- Mikkalingurinn hefur enn 3 stiga forystu á Bjólfsmeistarakeppnina á Lucky og Kapteininn fylgir fast á eftir aðeins einu stigi á eftir honum
- Bóti hefur eitt bjórstig á Kapteininn
- …það getur allt gerst!
❤️😘