Heimamót hjá Lucky
Það var föngulegur sem hittist hjá Lucky í gærkvöldi eftir að mótinu hafði verið frestað um viku til að tryggja að samkomutakmarkanir myndu leyfa fleiri en tíu ef það yrði góð mæting…og líka allir meira til í að hittast ef hægt er 😉
Logabjór var með opinn bar sem rann vel ofan í þá sem voru í ölinu og tókst að fara í gegnum einn kút og byrja á næsta þegar farið var að líða fram á nótt með gítarspili og tilheyrandi fjöldasögn =)
Bjórkeppnin
Aðeins eitt bjórstig kom í hús og var það gestgjafinn sem nældi sér í stigið í fyrsta spili. Staðan er þá fyrir síðasta kvöldið að Kapteininn er með forystu en aðrir eru að læðast uppað honum:
- 5 stig – Kapteininn
- 4 stig – Bósi & Lucky
- 3 stig – Mikkalingurinn & Hr. Huginn
- 2 stig – Spaða Ásinn
- 1 stig – Nágranninn, Bensi, Lomminn, Massinn, Heimsi & Bóndinn
Spilið
Leikar hófust á tvemur borðum og fyrir utan bjórstig á fyrstu hönd hjá Lucky þá bar hæðst þegar Bótarinn var kominn með lítinn stafla og sagðist bara þurfa þrjú all in til að ná sér upp sem hann og gerði…og endaði í 11 all in sigrum hjá honum.
Nýliðinn og yngstur við borðið var fyrstu til að detta út og með því var komið að sameiningu.
Það virsti sem að ætti að taka menn út í aldursröð þegar Bensi var tekinn út og Kapteininn svo á eftir honum…Lucky því að svitna þar sem hann var næstur í aldursröðinni en það endaði svo að kóngapar hjá Bósa varð að játa sig sigrað af ásapari og álögum á aldursröðinni þannig létt.
Bótarinn datt næstur út og Hobbitinn leit niður á 4♦4♣ og fór allur inn þegar 9♣7♦3♣ var í borði á móti Mikkalingnum sem sýndi 7♣7♥ og eini möguleikinn var að fá tvö fjarka sem létu ekki sjá sig.
Þá voru Mikkalingurinn, Spaða Ásinn og Lucky eftir og allir komnir í verðlaunasæti þar sem það var skellt í 3 sæti í tilefni þess að vera að hittast í raunheimum =)
Spaða Ásinn vs. spaða ásinn
Spaða Ásinn leit niður á Á♥Q♦ og ýtti öllum chippunum inn á móti Lucky sem tilkynnti að hann gæti ekki annað en séð fyrsta hann væri með spaða ásinn á móti Spaða Ásnum og sýndi Á♠6♠.
Lucky var ekki jafn ánægður að sjá drolluna hjá Spaða Ásnum þar sem kellingarnar voru búnar að vera mikið á ferðinni allt kvöldið…en fyrsta spil upp var 6♣ með 5♦K♠ og spaða ásinn kominn með hjálp var sexunni. Nú þurfti Spaða Ásinn bara að fá drottningu til að bjarga…en það fór svo allt til helvítis fyrir Spaða Ásinn þegar 6♥ mætti á turn og lítil sárabót að Q♣ lét sjá sig á river.
Spaða ásinn dugði þá til að taka út Spaða Ásinn og Lucky með ágætis forystu á Mikkalinginn þegar komið var að lokarimmunni.
Lokarimman
Mikkalingurinn byrja að berjast við að minnka staflann hjá Lucky og fór allur inn og Lucky sagðist ekki vilja sjá ás á móti sér og sýndi K♥Q♣ og þá sýnir Mikkalingurinn Á♠7♣…fyrsta spil í borð og er svo 7♦ og ásinn kominn með enn meiri hjálp en á eftir komu 2♣K♣ og kóngarnir góðir og bara ás eða sjöa til að bjara Mikkalingnum…turn var 10♠ og river 3♥ og Lucky tók sigurinn á heimavelli með kóngum yfir sjöur.
Bjólfsmeistarinn 2021
Lucky náði að saxa eitt stig á Mikkalinginn og munar nú aðeins einu stigi á þeim fyrir lokamótið. Kapteininn er orðinn 9 stigum á eftir og þarf að treysta á að hinir detti snemma og út næst og hann komist langt til að eiga möguleika á sigri. Allar nánari upplýsingar um stöðuna er hægt að skoða á Bjólfsmeistarinn 2021.
Þetta kvöld er bara eins og í bústað
-Bjólfsbróðir (í gær)
Myndir
Lesa meiraEnn eitt rafmótið
Það var skellt í samkomubann í vikunnig þannig að við skelltum okkur aftur í rafmót…óhætt að segja að menn voru ekkert ofsakátir með það…en vissulega gaman að þeir sem voru langt í burtu og í bústað gátu mætt.
10 fræknir bjólfsbræður mættu á rafmót og níu í spjall á netinu.
Menn voru mikið að leika sér með bakgrunna í netspjallinu…Kapteininn fær alveg sérstakt kúdos fyrir að googla myndir af mönnum og nota í bakgrunna =)
Bjórstig
Nokkur stig komu í hús…Kapteininn er nú efstur með eitt stig á Bósi með 4 stig…Mikkalingurinn, Lucky og Hr. Huginn með 3 og Spaða Ásinn með 2…síðan sex aðrir með eitt stig…þegar tvö kvöld eru eftir.
Spilið
Strax í byrjun tóku Hr. Huginn, Mikkalingurinn og Bósi að safna spilapeningum…Bósi var eini þeirra sem náði að halda því út og var að sýna gamla frá upphafsárum klúbbsins.
- Heimsi var fyrstur út og nældi sér í 11 stig
- Bótarinn 12 stig
- Hr. Huginn 13 stig
- Kapteinn 14 stig…ekki að saxa á forystuna hjá Mikkalingnum (er nú 4 stigum á eftir 1. sæti og 2 stigum á eftir Lucky)
- Mikkalingurinn 15 stig…þannig að hann tók bara einu stigi frammúr Kapteininum
- Lucky 16 stig…náði einu stigi á Mikkalinginn…nú eru bara 2 stig sem Mikkalingurinn hefur á hann…þannig að Bjólfsmeistarabaráttan er enn æsispennandi milli þriggja)
- Lomminn 17 stig…bubble sætið
- Hobbitinn 18 stig…3 sætið
- Nágranninn 19 stig…2 sætið
- Bósi 20 stig…1 sætið…var nokkuð vel settur að spila úr bústaðnum =)
- …allar frekar upplýsingar eru á stigatöflunni og á Bjólfsmeistarinn 2021
Fleygar setningar kvöldsins
- “Nennirðu að segja dóttur þinni að ná í bjór fyrir mig”
- “Jæja Bósi ég get ekki reddað þér núna”
- “Þú ert my nr. 1 fan boy”
- “Lucky ertu hættur að spila?”
- “ÞAÐ ER HÆGT AÐ SETJA Á MUTE!”
- “Kim Young Ung…ég næ þessu bara ekki”
- “Allir úr í pottnum”
- “Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
- “HEI NÚMER TVÖ….RÓLEGUR!”
- “Lomminn drekkur ekki einu sinni bjór…hann er bara að feika þetta”
- “Lomminn myndi ekki ljúga..hann er náttúrulega stjórnmálamaður”
- “HVAR FANNSTU ÞESSA MYND?”…”Þetta er fyrsta myndin sem ég fann þegar ég googlaði þig”
- “Þetta var geggjað spil”
- “Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
- “Ef þú smellir á hann…þá færðu hann stórann”
- “Ég átti aldrei von á því að þú myndir gefa boltann”
- “Æ, geturðu rétt mér lakóst sokkana mína”
- “Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”
“Ég lenti í því áðan að halda að ég væri með lit…en svo var ég ekkert með lit”
“Ég ætla að biðja þig um að vera ekki að blóta…eyrun mín eru ekki ruslatunnur”
“Ég get ekki foldað blöff…eða blöffað fold”
“Allir úr í pottnum”
Þá er síðasta heimamótið eftir 3 vikur…og þar sem það er innan takmarkana verður það að öllu óbreyttu rafmót…vonandi náum við að hittast í bústaðnum í maí =)
Baráttan um Bjólfsmeistarann er æsispennandi…sem og baráttan um Bjórmeistarann 2021…2 kvöld eftir…hvernig fer þetta..munum við hittast í bústað eða endar árið rafrænt?
Lesa meiraFyrsta heimamótið hjá Hr. Huginn
Það var föngulegur hópur sem mætti í nýjan leikvöll hjá Hr. Huginn þar sem menn voru í góðu yfirlæti hjá nýliðanum.
Bjórstig
Hr. Huginn og Kapteininn nældu sér í sitt hvort bjórstigið. Með því jafnar Kapteininn Bósa í Bjórmeistarakeppninni með 4 stig.
Hr. Huginn er þá með þremur öðrum með 2 stig og spurning hvort menn náði að safna sér inn stigum og stela titlum á næstu kvöldum.
Spilið
Það var spilað á tvemur borðum, bláa og rauða, og fyrsti maður út var Pusi…spurning hvort hann sé að fá nægilega pókeræfingu fyrir norðan =)
Mikkalingurinn fylgdi á eftir og gestgjafinn Hr. Huginn í framhaldinu og var þá sameinað á lokaborðið.
Killerinn var næstur til að standa upp og Kapteininn fylgdi á eftir.
Timbrið var með Þúsarann á sér eftir sigur á síðasta móti og varð að játa sig sigraðan gegn Lucky.
Nágranninn var á þessum tímapunkti búinn að vera að hanga á 500 kalli og orðin spurning hvað hann myndi gera úr honum…hvort þetta myndi enda sem einhver geggjuð endurkoma og hann væri jafnvel að fara að vera kallaður 500kallinn héðan í frá…hann endaði samt með að tapa þessum eina spilapening og vera næsti maður frá borðinu.
Iðnaðarmaðurinn var næstur frá borði og tók bubble sætið. Hann þurfti að játa sig sigraðan gegn fjórum kellingum hjá Bennsa og í annað skiptið sem ferna fór illa með hann í kvöld
Lokarimman
Þá voru þrír eftir, Massinn, Bennsi og Lucky. Massinn var búinn að vera að hanga aðeins síðustu spil en endaði allur inni í fyrsta spilinu í þriggja manna spilinu…og hinir sáu.
Í borð kom 3♦6♦7♥ og Bensi og Lucky fór að veðja í hliðarpott og Q♠ kom á turn og 5♣ á river. Bennsi fór allur inn með 4♦3♥ með röð frá þrist uppí sjöu en á eftir honum var Lucky með 4♠8♣ og röð sem náði uppí átta og því var kvöldinu skyndilega lokið með sigri hjá Lucky á kvöldinu.
Bótarinn og Bósi mættu ekki þrátt fyrir að hafa verið að leiða mótaröðina, þannig að Lucky, Nágranninn og Kapteininn náðu að skríða uppfyrir Mikkalinginn sem hafði 3 stig í forskot á Lucky sem tók mótaröðina.
Bjólfsmeistarinn 2021
Staðan í Bjólfsmeistarakeppninni er æsispennandi eftir úrslit gærkvöldins þ.s. Mikkalingurinn var einstaklega góður á afmælisdaginn sinn og leyfði Lucky og Kapteininum að saxa aðeins á forskotið.
Mikkalingurinn hefur nú 3 stig á hina…þannig að það getur allt gerst þegar 3 kvöld eru eftir og mjótt á munum. Hægt að skoða meira stöðuna og þróunina á Bjólfsmeistarinn 2021.
Næsti staður…næsta spil
Ekki var þar sem öll sagan sögð því eftir frekar snöggan endi á spilinu fóru einhverjir að ræða um að taka annað spil…og einhvernvegin fór umræðan í að menn vildu komast í bjórdæluna hjá Lucky og enduðu því fimm fræknir á því að fá far þangað þar sem spilað var fram á nótt.
Þar var mikið skeggrætt og óhætt að segja að fókusinn hafi ekki verið allan tíman á spilinu…jafnvel sögulegir viðburðir og áhugaverðar heimferðir =)
Lesa meiraSíðasta mót 2020
12 Bjólfsbræður mættu til leiks í síðasta móti ársins sem er síðasta mót ársins og við höldum upp sóttvörnum og spilum rafrænt.
Massinn átti reyndar í mestu erfiðleikum að skrá sig enn…enda enn að reyna að spila á Spánartíma.
Röðin
- Massinn kom síðastur og fór fyrstur út þegar klukkan sló 22
- Hobbitinn fór all inn…en tíminn rann út og hann gat ekki keypt sig inn aftur …”Djöfulsins drasl”
- Uppúr hálf 11 yfirgaf Lomminn spilið og sameinað í lokaborð
- Rétt fyrir 11 fór Robocop út
- Hr. Huginn næstur út korter yfir 11
- Uppúr hálf 12 tók Bósi þúsarann með að taka út Mikkalinginn
- Kapteininn fylgdi á eftir í næsta spili
- Nágranninn kvaddi spilið korter í miðnætti
- Ásinn yfirgaf spilið rétt fyrir eitt og rétt missti af verðlaunasæti
- Áður en klukkan sló eitt þá yfirgaf Bótarinn svæðið og tók 3ja sætið
- Bósi og Lucky skiptust á með ásapörin
- Tvær mínútur yfir miðnætti lét Bósi sér nægja annað sætið
- Lucky endaði sem sigurvegarinn
Bjórstig
- Ásinn
- Hr. Huginn
- Kapteininn
Fótboltakeppni
- Bósi og Ásinn eru komnir í bindandi samning, ef Leeds endar ofar í deildinni þá skuldar Ásinn kassa til Bósa og annars öfugt ef United endar hærra…nú verður enn meira spennandi að fygljast með deildinni.
Fleygar setningar
- Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
- Þetta er bara svona…maður kann’da
- Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
- …hann myndi aldrei lifa þetta af…hann er svo veikbyggður
- Það er nú SÁÁ kvöldið í kvöld…viltu ekki bara byrja að drekka aftur
- Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
- Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
- “Með rautt í rúminu”
“Með rautt í rúminu”
Þetta læra menn í lögregluskólanum…FREEZE!
Ef Hobbitinn hækkar þá auto-folda menn bara
Djöfull er gaman þegar við komum allir svona saman og tölum um Leeds…AMEN
Skiptir bara máli hver er með betri hönd pre-flop
Staðan
- Staðan hefur verið uppfærð með öllum breytingum…
- Mikkalingurinn hefur enn 3 stiga forystu á Bjólfsmeistarakeppnina á Lucky og Kapteininn fylgir fast á eftir aðeins einu stigi á eftir honum
- Bóti hefur eitt bjórstig á Kapteininn
- …það getur allt gerst!
Tímabilið 20-21 heldur áfram á netinu
Til að halda áfram að fylgja tilmælum og gera okkar til að halda öllum öruggum þá tókum við annað mótið líka á netinu.
12 mættu til leiks í spjallið á netinu og 13 til leiks í spil…miklar umræður sköpuðust í kringum af hverju Massinn var ekki í mynd…hvort hann væri órakaður eða sofandi…en þá mætti kallinn í mynd =)
Punktar í (einhverskonar) tímaröð
- Lucky byrjaði á að kaupa sig inn fyrstu 4 spilin eins og vaninn er á rafmótunum hjá honum og fleirum sem eru fljótir að henda út chippunum og kaupa sig aftur inn eins og enginn sé morgundagurinn =) Öll þessi rebuy tóku eitthvað á Lucky og hann datt í 20 mínútur vegna tæknilegra vandamála.
- Spilapeningarnir fóru fljótlega að safnast saman hjá Spaða Ásnum…eða við höldum að þetta hafi verið hann…en grunar að hann hafi fengið aðstoðarmann til að spila fyrir sig því hann var að spila eins og engill í upphafi spils.
Svo fóru menn að hafa áhyggjur af Mr. T í BNA og að hann væri búinn að ná sér í einhverja flensu. Fleir góð pólitísk mál rædd eins og BDSF =)
#1 Massinn varð að láta gott segja og taka nafnbótina fyrsti maður út.
- Menn héldu áfram að kaupa sig aftur inn og þegar 20m voru til loka þá voru komin 25 endurinnkaup sem er án efa nýtt met.
#2 Robocop var næstur út
- Bóndinn með 25þ chippa…4% segir Bósi…, næsti maður 7þ…þvílíkir yfirburðir
- Bjórstigin fóru rólega af stað…en síðan duttu nokkur inn, það er allt komið á stigatöfluna.
- Nokkrar góðar hetjusögur af mönnum í fjallgöngum…sem snerust samt meira út í bjórdrykkju 😉
#3 Heimsi dottinn út
- Næst er þess óskað að allir séu með grímur þ.s. menn hnerra stundum yfir allan skjáinn á þess að passa sig 😉
#4 Bóndinn dottinn út…hvað varð um forskotið hans?
#5 Bósi lenti síðan óvart í því að detta út…alls ekki honum að kenna
#6 Nágranninn næstur út
- Klukkan vel gengin í miðnætti og Lominn lang stæðstur með 24þ en Iðnaðarmaðurinn stutt undan með 17þ…aðrir bara peð og ekkert vert að minnast á þá á þessum tímapunkti.
- Nálgast miðnætti og Lominn er efstur með 23þ, Bótarinn 12þ og Iðnaðarmaðurinn 11þ…
#7 Mikkalingurinn út…og þá er Bótarinn kominn í 20þ
- Enn ekki komið miðnætti og Bótarinn og Lominn eru bara nokkuð jafnir…Spaða ásinn fer all inn..Iðnaðarmaðurinn líka…Lominn og Bótarinn sjá það….þetta er æsispennandi…Iðnaðarmaðurinn með KK og rúllar þessu upp…er nú með 27þ og lang stæðstur og…
#8 Spaða Ásinn datt út
- Kapteininn all inn…fær drottingu og bjargar sér fyrir horn…en það er mjög lítið horn…með 402 chippa…Iðnaðarmaðurinn með 26990 chippa
- Kapteininn lendir á móti Lucky…lucky fær 5 lauf…en Kapteininn er með hærri fimm lauf…hann átti 100 chippa fyrir 5 mínútum og er nú kominn með 1600 chippa
- Hvar er Mikkalingurinn…ekkert nema 3-5 í borði í nokkur spil í röð…rétt eftir að hann fer…afmælisdagurinn hans er að gefa.
#9 Lomminn út á móti Lukcy…AA á móti 2 pörum
#10 Kapteininn næstur út…búinn að vera rosalegur í að hanga…Hobbitinn þarf að fara að vara sig.
- Þrír eftir á miðnætti: Lucky, Bótarinn og Iðnaðarmaðurinn…17þ/19þ/26þ
- Það var farið að hitna undir Bótaranum þegar hann náði 10þ chippum af Lucky og svo 10þ af Iðnaðarmanninum í næsta spili og hann þá skyndilega orðinn hæðstur við borðið…allt æsispennandi.
- Klukkan að verða eitt og Bótarinn með 27þ, Lucky 26þ og Iðnaðarmaðurinn 9þ
#11 Iðnaðarmaðurinn tekinn út með 77 á móti QQQ
- Klukkan orðin 1 og Bótarinn með 40þ og Lucky með 22þ
- Spurning hvort ætti að dæma Bótarann úr leik vegna veikinda?
- 01:20 og staðan hnífjöfn
- 01:30 Lucky fór all in með K og K í borði móti 99 og nía kemur fyrir Bótarann og Lucky dottin niður í 8þ og bótarinn 50þ
#endalokin Klukkan orðin 1:30 og Bótarinn rafmagnslaus…Lucky tekur bara við að bíða og blinda Bótarann út á meðan hann hleður símann…á endanum gefur Bótarinn sigurinn frá sér þ.s. síminn er ekki að koma aftur í gang…Lucky tekur því kvöldið.
Mikilvægt fyrir menn að vera með varatæki í svona aðstæðum, Lucky datt líka út fyrr um kvöldið og vissi þá ekki username til að komast inn á sama account…þannig að við mælum með að menn taki sér tíma ef það er aftur rafrænt mót og hafi tvö tæki sem eru skráð á sama reikning til að tryggja að þeir eigi varaleið ef eitthvað kemur uppá.
Fleygar setningar kvöldsins
- “Hvern er verið að rassskella?”
- “Hann var með betri höndina flop-flop”
- “Það er munur að vera góður og heppninn…þú bara túlkar það eins og þú vilt…mistúlkað eftir þörfum”
- “Hver man ekki eftir Tony Yeboah…hann var í sérflokki…ekki bara hjá Leeds-urum”
- “Ég er svo reiður að ég er kominn með skæri í hendurnar…reyndar svona föndurskæri”
- “Þegar maður er tvöfallt stærri en sá sem er í öðru sæti þá bettar maður aðeins meira eins of fífl”
- “Sjöatvistjóri”
- “Ég gat ekkert að þessu gert…ekkimér að kenna…ég ætlaði ekki að fara svona hátt”…þegar Lominn tók nágrannann út
- “Iðnaðarmaðurinn hefur ekki sagt orð síðan við mute-uðum hann”
- “Stór kostur við netmótin að geta mute-að menn”
- “Bíddu var ég mute-aður?”….”Hverskonar…ég er búinn að vera að lyfta af hjarta mínu síðustu 10 mínúturnar”…”ég fyrirgef þetta aldrei”
- “Finnurður the Hobbit within you?”
- “YESSS….YESS…SKÍTHÆLL”
- “ég ætla ekki að segja að ég sagði það…EN ÉG SAGÐI ÞAД
- “Eiki Bót veðjar ekki á ekki neitt!”
“Hann var með betri höndina flop-flop”
“Það er munur að vera góður og heppninn…þú bara túlkar það eins og þú vilt…mistúlkað eftir þörfum”
“Ég er svo reiður að ég er kominn með skæri í hendurnar…reyndar svona föndurskæri”
“Iðnaðarmaðurinn hefur ekki sagt orð síðan við mute-uðum hann”
Lesa meira“Finnurður the Hobbit within you?”
Tímabilið 20-21 er hafið
Það voru 10 Bjólfsbræður sem hófu 2020-2021 tímabilið en fyrsta mótið var tekið rafrænt til að halda öllum öruggum.
Hr. Huginn mætti á sitt fyrsta mót og ánægjulegt að fá nýja menn inn og við vonumst eftir að geta hitt hann og aðra sem fyrst.
Bjórstigin
- Það var mikið um bjórstig og Mikkalingurinn byrjaði á að næla sér í fyrsta bjórstigið og halda áfram sigurgöngunni í 7-2 þegar hann tók út afmælishöndina sína hjá Lucky (3-5).
- Massinn fylgdi fast á eftir og náði sér í bjórstig…Bennsi mætti með 7-2…klárt að menn eru komnir á fullt í Bjórmeistarakeppninni…
- 20 mínútur liðnar af mótinu og Lomminn stimplar inn 7-2, Bósi tekur 7-2..tvisvar
- Kapteininn tekur 7-2 og síðan aftur þegar klukkutími er liðinn.
Umræðurnar
- Miklar (og reglulegar) umræður voru um hver væri efstur og með mest að chippum…iðulega þegar ný maður komst í chip lead þá hafði hann orð á því 😉
- Ákveðnar áhyggjur voru að Massinn væri sofnaður en hann var á staðnum eftir klukkutíma…en síðan hvarf hann á braut…
Nokkur comment kvöldsins
“Sykur getur verið meira ávandabindandi en kókaín”
Verður knús leyfilegt á fyrsta móti?
“Allar sögur sem ég hef heyrt af þér þá gerðir þú aldrei neitt…lentir bara í einhverju”
“Það er alltaf bústaðurinn í desember”
“Ég gat ekkert gert í því”…”Svona er lífið strákar mínir”…”Sumir lenda bara í hlutunum”…”Maður lenti bara í því í að þrífa bústað”
“Ég er sölumaður ársins”…”varstu valinn?”…”Nei, það þarf ekkert, ég valdi mig bara sjálfur í dag”…”En það var ekki mér að kenna að ég seldi hann”
“Sveppasagan er alvöru saga…hún er gjegguð…þið þekkið alla karekterana”
“Þetta er nú loðið”…”Nei hún var reyndar vel rökuð”
“Ég var með’da….þetta var bara fáránlegt…hann var bara meira með’da”
Staðan
- Uppúr 22 var komin sameining, Hr. Huginn var dottinn út…
- Massinn blindaði sig út…og endaði annar út.
- Lucky þriðji út
- Robocop búinn að vera lengi efstur en Mikkalingurinn náði honum 22:30
- 23:00 Mikkalingurinn kominn með forystuna og Kapteininn alveg á síðustu dropunum
- 23:15 Kapteinn búinn að lyfta sér uppaf augnlokunum og líklegur til að verða næsti Hobbiti
- 23:20 Robocop efstur, Mikkalingurinn og Lomminn stutt á eftir, svo Bennsi og Bósi, Heimis og Kapteinninn
- Robocop ákvað að brenna sig á Lommanum og setti hann langt hæðast…Mikkalingurinn hálfdrættingur, Bennsi rétt þar á eftir og aðrir litlir
- Heimsi dottinn út
- 23:45 RObocop kominn í forystu, Bósi Lomminn og Mikkalingurinn stutt á eftir, Bennsi frekar lítill og kapteinn kominn inn fyrir bein
- Kapteininn út 23:55 – Robocop fékk þúsarann
- Lomminn út fyrir Póker-Bósa
- 00:00 Bennsi dottinn út
- 00:04 Robocop dottinn út og tók bubble sætið
- Bósi og Mikkalingurinn 2 eftir…’74 kynslóðin að berjast
- 00:10 Mikkalingurinn tók þetta…a7 móti aj og 7 í borð
Þetta er bara skandall...spurning hvort þetta verði Síðasta Pókerferðin? Kannski getur Timbrið sent einhvern í sinn stað eða sent nýkreistan…